3.9 C
Selfoss

Bókasafn Árborgar opnar Rafbókasafn.is

Vinsælast

Núna um mánaðarmótin verður Rafbókasafnið.is opnað fyrir lánþegum hjá Bókasafni Árborgar. „Þetta er mikill áfangi og góð viðbót við safnkostinn okkar og þjónustuna að lánþegar geti nú tekið rafbækur og hljóðbækur að láni gegnum vefinn. Bókakosturinn í Rafbókasafninu er enn sem komið er aðallega á ensku en við vonumst til að meira bætist inn á ástkæra ylhýra málinu með haustinu og munum við auglýsa það vel og vandlega. Fyrir þá sem vilja lesa eða hlusta á ensku opnast þessi möguleiki núna. Það er hægt að lesa á nánast öllum snjalltækjum nema Kindle. Allt sem þarf er gilt kort á safninu og lykilorð (pin-númer). Leiðbeiningar er að finna á vef safnsins; bokasafn.arborg.is. Við biðjum ykkur fyrirfram um að sýna okkur þolinmæði þar sem við erum að læra um leið og þið en gleðjumst mjög yfir að geta boðið uppá þetta,“ segir Heiðrún D. Eyvindardóttir forstöðumaður Bókasafns Árborgar.

Nýjar fréttir