![Skoruðu á lögguna í sjómann í Hreyfivikunni Skoruðu á lögguna í sjómann í Hreyfivikunni](https://i0.wp.com/www.dfs.is/wp-content/uploads/2017/05/hreyfivika-1.jpg?fit=480%2C320&ssl=1)
![](https://i0.wp.com/www.dfs.is/wp-content/uploads/2017/05/hreyfivika2.jpg?resize=253%2C300&ssl=1)
Hreyfivika UMFÍ fór vel af stað hjá Ungmennafélaginu Kötlu í Vík í Mýrdal. Á mánudaginn var samstarfsverkefni lögreglunnar í Vík, Umf. Kötlu og grunnskólans í Vík í hreyfivikunni að veruleika. Lögreglan fór með nemendur grunnskólans í hjólaferð auk þess sem farið var í göngu með stærsta hluta leikskólans með tilheyrandi fræðslu um umferðareglurnar. Grillaðar voru pylsur og hreyfivikubuff afhent á alla línuna. Það var þó ekki eina hreyfingin. Nokkrir stæðilegir nemendur skoruðu á varðstjóra lögreglunnar í Vík í sjómann en úrslitin fylgja ekki sögunni. Frábær byrjun á hreyfivikunni!