3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Staðarval þjónustukjarna fyrir fatlaða skiptir máli

Staðarval þjónustukjarna fyrir fatlaða skiptir máli

0
Staðarval þjónustukjarna fyrir fatlaða skiptir máli

Á aðalfundi Þroskahjálpar á Suðurlandi sem haldinn var 10. maí sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Aðalfundur Þroskahjálpar á Suðurlandi haldinn 10. maí 2017 fagnar þeirri ákvörðun sveitarfélaga á Suðurlandi að stefna að uppbyggingu þjónustukjarna fyrir fatlaða einstaklinga. Með þessari ákvörðun er rofin áratuga stöðnun í opinberri uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlaða á svæðinu.

Fundurinn leggur jafnframt áherslu að við endanlegt staðarval verði hugað að félagslegum þörfum væntanlegra íbúa og að stutt verði að sækja verslun og aðra þjónustu.

Með sameiginlegri ákvörðun sveitarfélaga á Suðurlandi á aukafundi þjónustusvæðis fatlaðra var samþykkt að sækja um stofnframlög og undirbúa með öðrum hætti uppbyggingu þjónustukjarna fyrir fatlaða sem rísa mun á Selfossi. Nokkur umræða hefur verið um staðarval innan Selfossbæjar og þá meðal annars verið horft til lóða í nýbyggingarsvæðum bæjarins við Suðurhóla.

Í því samhengi vill stjórn Þroskahjálpar benda á að verðandi íbúar í þjónustukjarna sem þessum búa fæstir við þau lífsgæði að eiga vélknúið ökutæki og hreyfigeta sumra er skert vegna fötlunar. Því er mikilvægt fyrir hagsmuni verðandi íbúa að þjónustukjarna sé valinn staður miðsvæðis á Selfossi. Athuganir stjórnarmanna á lóðamálum sýna að möguleikar í þeim efnum eru fjölmargir. Félagið lýsir sig reiðubúið til samvinnu og eftir atvikum kostnaðarþátttöku vegna þessa máls.