-5 C
Selfoss

Fjöldi viðburða á Suðurlandi í Hreyfivikunni

Vinsælast

Hreyfivika UMFÍ hófst í dag en hún stendur til 4. júní. Þetta er sjötta árið sem UMFÍ stendur fyrir Hreyfivikunni. Mörg sveitarfélög á Suðurlandi og aðilar innan þeirra taka þátt og eru svokallaðir Boðberar hreyfingar. Standa þau fyrir viðburðum af öllum stærðum og gerðum og hvetja nágranna sína og samstarfsfólk, stjórnendur fyrirtækja, leik- og grunnskóla og stofnana til hafa gaman af því að hreyfa sig saman.

Hreyfivika UMFÍ er ekki keppni. Markmið Hreyfiviku UMFÍ er að þátttakendur finni uppáhalds hreyfinguna sína, stundi hana reglulega í a.m.k. 30 mínútur á dag og hafi gaman af því með öðrum.

Upplýsingar um viðburði má finna víða á heimasíðum sveitarfélaga, svo og íþrótta- og ungmennafélaga.

Nýjar fréttir