-8.2 C
Selfoss

Menningaveisla Sólheima framundan

Vinsælast

Ný styttist óðum í Menningarveislu Sólheima en hún hefst laugardaginn 3. júní nk. kl. 13:00 við Grænu könnuna. Eftir setningu verður gengið að Ingustofu og samsýning vinnustofa skoðuð. Síðan verður gengið að Sesseljuhúsi og sýningin „Hvað hef ég gert“ skoðuð. Sýningin er túlkun íbúa Sólheima á vanda hnattrænnar hlýnunar og mögulegum lausnum. Endað verður í guðsþjónustu í Sólheimakirkju kl. 14:00 þar sem sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup messar. Þar mun Sólheimakórinn flytja nokkur lög undir stjórn Bjarka Bragasonar og einnig verða nokkur lög úr Ævintýrakistunni flutt undir stjórn Þrastar Harðarsonar.

Ókeypis aðgangur er á alla viðburði Menningarveislunnar í sumar en hún stendur til 19. ágúst. Boðið veður upp á fjölbreytta dagskrá, uppákomur, tónlistarviðburði og sýningar. Kaffið húsið Græna kannan og verslunin Vala verða með opið alla daga kl. 12–18. Þar eru lífrænar vörur og veitingar í fyrirrúmi. Allir eru velkomnir á Menningarveislu Sólheima.

Nýjar fréttir