-5 C
Selfoss

Sýningin Hraunland opnar í Tré og list í dag

Vinsælast

Í dag kl. 17 opnar hjá Tré og list að Forsæti í Flóa málverkasýningin „Hraunland“ eftir Hans Alan frá Austurbæ í Flóahreppi.

Myndirnar á sýningunni eru allar olíumálverk og málaðar undir berum himni á Suðurlandi. Viðfangsefnið er í flestum tilfellum hraunlandslagið og ólíkar birtingarmyndir þess.

Hans Alan er með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Hann hefur lokið fornámi í Myndlista- og Handíðaskóla Ísland sem og setið námskeið í teikningu og málun í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Sýningin Hraunland er níunda sýningin hans.

Tré og list verður með opið á Fjör í Flóa kl. 13–17 yfir hátíðina. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Nýjar fréttir