Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, heimsótti kjötvinnslu SS á Hvolvelli í vikunni og kynnti sér viðamikla starfsemi SS.
Við kjötiðnað SS eru unnin um 170 ársverk sem hafa mikla þýðingu fyrir Rangárvallasýslu. Starfsemi SS á Hvolsvelli auk sláturstöðvar SS á Selfossi og starfsemi dótturfélags SS, Reykjagarðs hf., víða um Suðurland, gerir SS að stærsta atvinnuveitanda Suðurlands.
Við þetta tækifæri vígði Þorgerður nýja vélarsamstæðu SS, sem er bylting í framleiðslu á hamborgurum. Í eldri búnaði voru hamborgarar mótaðir við mikinn þrýsting en nýja aðferðin lausmótar hamborgara þar sem allir vöðvaþræðir liggja lóðrétt í hverjum hamborgara. Lausmótaðir hamborgarar eru fljótari í steikingu og steikjast jafnar sem skilar neytendum safaríkari og betri vöru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SS.
SS hefur hafið dreifingu á þessari frábæru vöru undir nafninu „Hammari“ og notar eingöngu íslenskt kjöt við framleiðsluna.