3.4 C
Selfoss

Skrifað undir þjónustu- og rekstrarsamninga við Ungmennafélagið upp á tæpar 78 milljónir

Vinsælast

Við upphaf bæjarráðsfundar í síðustu viku voru undirritaðir samningar milli Sveitarfélagsins Árborgar og Ungmennafélags Selfoss um áframhaldandi stuðning sveitarfélagsins við starf ungmennafélagsins. Einnig var skrifað undir samninga um rekstur Selfossvallar, Mótorcrossbrautar og júdósalar.

Þjónustu- og styrktarsamningurinn sem gildir til eins árs eða út árið 2017 felur í sér greiðslur upp á 43.250.000 kr. ásamt 34.650.000 kr. í rekstrarsamningum. Samtals er upphæð samningsins tæpar 78 milljónir króna.

Í þjónustusamningnum er lagt til fjármagn til reksturs skrifstofu Umf. Selfoss ásamt barna- og unglingastyrk, styrk til jólasveinanefndar, afreksstyrk, íþrótta- og tómstundaskóla og akademíustyrk. Í samningnum er í fyrsta skipti kveðið sérstaklega á um styrk sem sveitarfélagið leggur í meistaraflokka félagsins. 

Það voru Guðmundur Kr. Jónsson formaður og Gissur Jónsson framkvæmdastjóri sem undirrituðu samninginn fyrir hönd Umf. Selfoss og þau Ásta Stefánsdóttir, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Kjartan Björnsson og Gunnar Egilsson fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar.

Nýjar fréttir