-7.1 C
Selfoss
Home Fréttir FKA heimsóttu Kjörís og Skyrgerðina í Hveragerði

FKA heimsóttu Kjörís og Skyrgerðina í Hveragerði

0
FKA heimsóttu Kjörís og Skyrgerðina í Hveragerði
Guðrún Hafsteinsdóttir í Kjörís.

Fyrir nokkru heimsóttu rúmlega 50 athafnakonur úr Félagi kvenna í atvinnulífinu Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann SI, varaformann SA og einum eiganda Kjörís og síðast en ekki síst FKA Viðurkenningarhafa 2017. Á hverju ári er viðurkenningarhafi heimsóttur og því lá leiðin til Hvergerðis í þessa glæsilegu vorferð.

Guðrún tók fallega á móti konum með ís og ljúfum veitingum. Einlæg frásögn hennar um uppruna fyrirtækisins og áskoranir snart marga sem og hvatning til kvenna um að styðja aðrar konur. Eftir heimsóknina lá leiðin í Skyrgerðina til Elfu Daggar en hún tók vel á móti hópnum áður en til heimferðar kom.

FKA samanstendur af 1030 konum sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi. Í félaginu starfa 14 deildir, nefndir og ráð og um 100 konur sem leggja því lið á hverju ári með það að markmiði að kraft kvenna í atvinnulífinu. Á Suðurlandi starfar nefndin FKA Suðurland, en hún stækkaði um 60% árinu þegar félagskonum fjölgaði mikið undir kröfugri formennsku Auðar I. Ottesen og hópi kvenna á Suðurlandi. Markmið FKA á síðasta ári var að efla landsbyggðanefndir, m.a. með streymi frá fundum, námsskeiðahaldi og auknu fjármagni til uppbyggingar landsbyggðanefnda.