-1.1 C
Selfoss

35 nýjar íbúðir við Austurveg á Selfossi

Vinsælast

Um þessar mundir er verið að hefja framkvæmdir við nýj­ar íbúðablokkir fyrir fólk 50 ára og eldra að Austurvegi 37–39 á Sel­fossi, beint á móti Lyfju, Heilsuhúsinu og N1.
Í fyrsta áfanga verða byggðar tólf íbúðir sem áform­að er að  verði lokið á næsta ári. Í næsta áfanga verður einnig byggð­ur bílakjallari með 18 stæðum. Alls er gert ráð fyrir 35 íbúðum í þremur húsum.

Fram­kvæmda­aðili verksins er Fagridalur ehf. en Pálma­tré ehf. er byggingaraðili. Að sögn Pálma Pálssonar hjá Pálmatré ehf. hefjast framkvæmdir á næstunni eða þegar formlegt byggingarleyfi hef­ur verið afgreitt.

Nýjar fréttir