-8.3 C
Selfoss

Matstofa Jónasar í Hveragerði

Vinsælast

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra braut blað í orðsins fyllstu merkingu ásamt Haraldi Erlendssyni forstjóra og yfirlækni þegar matsal Heilsustofnunar í Hveragerði var gefið nafnið Matstofa Jónasar við hátíðlega athöfn með dvalargestum, starfsfólki og öðrum boðsgestum, fimmtudaginn 18. maí sl.

Margt var um manninn, boðið upp á heilsusamlegar veitingar í mat og drykk, tónlist leikin og flutt erindi.

Meðal annars var sagt frá Jónasi Kristjánssyni lækni en nafnið Matstofa Jónasar er honum til heiðurs. Hann var frumkvöðull mikill og aðal hvatamaðurinn að opnun Heilsuhælis NLFÍ (síðar Heilsustofnun). Hann var yfirlæknir á Heilsuhælinu þar til hann lést 3. apríl 1960. Hann stofnaði einnig Náttúrulækningafélag Íslands sem er 80 ára á þessu ári.

Í máli Haraldar Erlendssonar yfirlæknis kom m.a. fram að starfsemi Heilsustofnunar er mikilvæg m.a. vegna þess að verulega hefur færst í aukana ýmsir sjúkdómar af völdum streitu og álags. Einnig kom fram að Heilsustofnun hlaut nýlega nýsköpunarverðlaun Heilsulindarsamtaka Evrópu (ESPA) fyrir þróun á streitumeðferð.

Í máli Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra kom fram hve mikilvæg starfsemi Heilsustofnunar er fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi og hann sagði einnig frá því að ríkisstjórnin er búin að setja inn Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þar sem m.a. er fjallað um forvarnarstarf á sviði heilbrigðismála.

Nýjar fréttir