3.4 C
Selfoss
Home Fréttir Blóðbankabíllinn verður á Selfossi í dag

Blóðbankabíllinn verður á Selfossi í dag

0
Blóðbankabíllinn verður á Selfossi í dag
Blóðbankabíllinn.

Blóðbankabíllinn verður á gamla Hafnarplaninu við Sigtúnsgarðinn á Selfossi í dag þriðjudaginn 23. maí frá kl. 10 til kl. 17.

Til að mæta þörfum samfélagsins þarf Blóðbankinn um 16.000 blóðgjafa á ári eða 70 blóðgjafa á dag. Haft er samband við 8–10.000 virka blóðgjafa á ári hverju og gefa þeir u. þ. b. 15.000 blóðgjafir. Traust og örugg blóðgjöf byggir á heilbrigðum blóðgjöfum. Gott heilsufar er því forsenda blóðgjafar og mikilvægt að kynna sér reglur sem gilda varðandi blóðgjafir. Með því að gefa blóð gefur þú dýrmæta gjöf og getur þannig bjargað mannslífi á einfaldan hátt.