3.9 C
Selfoss

Sýning verka af listnámsbraut Fræðslunetsins

Vinsælast

Í vetur hafa sex einstaklingar stundað nám hjá Fræðslunetinu á listnámsbraut fyrir fatlað fólk en þar er unnið með tónlist, leiklist, myndlist og textíl. Lögð er áhersla á að auka sjálfstæði þátttakenda og skapa tækifæri til virkni og þátttöku í listsköpun.

Þau Hörður Björnsson, Ingvar Atli Friðgeirsson, Jóhann Kristinn Guðjónsson, Margrét Óskarsdóttir, Sighvatur Eiríksson og Ragnar Bjarki Ragnarsson opnuðu listasýningu í húsnæði Fræðslunetsins að Tryggvagötu 13 á Selfossi í gær. Á sýningunni má sjá afrakstur vetrarins í verkum og myndum úr náminu. Sýningin verður opin kl. 8–16 alla virka daga og stendur til 21. júní. Hvetja þau alla sem áhuga hafa að líta við og skoða verkin sín.

Nýjar fréttir