Nú þegar er farið að sjást til Flóamanna að útbúa og græja póstkassana sína fyrir Fjör í Flóa, fjölskyldu- og menningarhátíðina, sem haldin verður í Flóahreppi helgina 26.–28. maí. Þess má geta að Flóamenn eru þekktir fyrir að vera frumlegir og afar hugmyndaríkir þegar kemur að póstkössum.
Póstkassi ársins verður valinn af menningarnefnd Flóahrepps ásamt öllum íbúum hreppsins. Íbúarnir senda inn mynd af sínum póstkassa á netföngin idunnyrasgeirsdottir@gmail.com eða sigurbara@floahreppur.is eða rosamatt@simnet.is. Myndirnar munu síðan birtast á facebooksíðu hátíðarinnar – Þar geta íbúar „like-að“ við þann póstkassa sem þeim finnst eiga skilið að hreppa verðlaun sem frumlegasti og skemmtilegasti póstkassi ársins 2017.