-1.1 C
Selfoss

Vel sótt handverkssýning Félags eldri Hrunamanna

Vinsælast

Árleg handverkssýning Félags eldri Hrunamanna var haldin í síðasta mánuði í Félagsheimili Hrunamanna. Sýningin var vel sótt og tókst í alla staði vel. Þar var kaffihúsastemning og lifandi tónlist sem gestir kunnu vel að meta. Sérstakur gestur á sýningunni var Helga Magnúsdóttir í Bryðjuholti. Var sýning hennar sérlega falleg og fjöbreytt, útskorin listaverk af ýmsu tagi, tálgaðir hlutir af ótal fyrirmyndum, ásamt öðru handverki bæði útsaumi, prjóni og hekli. Auk alls þessa voru þarna mörg málverk eftir hana. Félag eldri Hrunamanna vill færa öllum sem komu á sýninguna færðar bestu þakkir.

Nýjar fréttir