-7 C
Selfoss

Martin og Almar efstir á skólaskákmóti Suðurlands

Vinsælast

Þriðjudaginn 2. maí sl. var Skólaskákmót Suðurlands haldið í Fischersetri. Skákmótið var haldið til að velja tvo fulltrúa á Landsmótið á Skólaskák sem haldið var á Akureyri helgina 5.–7. maí sl. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands sá um mótið en alls tóku tíu keppendur þátt og tefldu allir við alla.

Efstir í yngri flokki (1.–7. bekkur) voru Martin Patryk Srichakham með 5,5 vinninga, Þorsteinn Jakob Freyr Þorsteinsson með 5 vinninga og Þrándur Ingvarsson með 4,5 vinninga. Efstir í eldri flokki (8. -10. bekkur) voru Almar Máni Þorsteinsson 7 vinninga, Styrmir Jökull Einarsson með 6’5 vinning og Pétur Nói Stefánsson með 5 vinninga. Efsti maður í yngri og eldri flokki, þeir Martin Patryk Srichakham og Almar Máni Þorsteinsson, tefldu fyrir hönd Suðurlands á Landsmótinu í Skólaskák á Akureyri.

Nýjar fréttir