-6.6 C
Selfoss
Home Fréttir Ályktun um deiliskipulag við Seljalandsfoss

Ályktun um deiliskipulag við Seljalandsfoss

0
Ályktun um deiliskipulag við Seljalandsfoss
Seljalandsfoss. Mynd: Rangárþing eystra.
Seljalandsfoss. Mynd: Rangárþing eystra.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra fjallaði á fundi sínum í morgun m.a. um deiliskipulag við Seljalandsfoss. Á fundinum var bókuð eftirfarandi ályktun:

Ályktun vegna deiliskipulags við Seljalandsfoss.
„Sveitarstjórn Rangárþings eystra harmar þá afvegaleiddu umræðu sem fram hefur farið vegna deiliskipulags við Seljalandsfoss. Sveitarstjórn bendir á að allar upplýsingar um tillögurnar og umsagnir eru á heimasíðu sveitarfélagsins hvolsvollur.is. Mikils er um vert að geta gengið frá sameiginlegu bílastæði fyrir svæðið og draga bifreiðaumferð sem lengst frá fossunum Seljalandsfossi og Gljúfrabúa og færa þjóðveginn sem liggur í Dals- og Merkurhverfi og til Þórsmerkur þannig að greiðafærara verði á svæðinu.   Deiliskipulagstillagan er nú til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun.