-4.5 C
Selfoss

Tveir skjálftar suðaustan við Árnes

Vinsælast

Í gær kl. 12:08 mældist skjálfti um 4,4 að stærð um 2 km suðsuðaustan við Árnes á Suðurlandi, annar skjálfti 3,3 að stærð mældist um mínútu síðar. Á heimasíðu Veðurstofunnar kemur fram að skjálftarnir urðu á þekktu sprungusvæði og að líklega sé þetta sama sprunga og hrökk árið 1630, svokölluð Millivalla sprunga. Skjálftarnir fundust víða á Suðurlandi.

Seinna um kvöldið, kl. 20:50, mældist jarðskjálfti af stærð 3,2 í Bárðarbungu.

Nýjar fréttir