-4.5 C
Selfoss
Home Fréttir Sveitarfélagið Ölfus rekið með 158 milljóna króna hagnaði á árinu 2016

Sveitarfélagið Ölfus rekið með 158 milljóna króna hagnaði á árinu 2016

0
Sveitarfélagið Ölfus rekið með 158 milljóna króna hagnaði á árinu 2016
Gunnsteinn R. Ómarsson sveitarstjóri Ölfuss.
Gunnsteinn R. Ómarsson sveitarstjóri Ölfuss.

Rekstarniðurstaða A- og B-hluta Sveitarfélagsins Ölfuss varð jákvæð um 158 milljónir króna á árinu 2016. Þar af var rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 109 mkr. sem er mikill viðsnúningur frá árinu 2015. Engin ný langtímalán voru tekin á árinu 2016.
Samkvæmt efnahagsreikningi námu heildareignir samstæðunnar um 4.232 mkr. Bókfært eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 2.281 mkr. og var eiginfjárhlutfallið 53,9% og hækkar um 2% milli ára. Fjárfest var í varanlegum rekstarfjármunum fyrir 148 mkr. Langtímaskuldir samstæðunnar í árslok voru 1.289 mkr. og lækka um 77 mkr. milli ára. Lífeyrisskuldbindindingar í árslok voru 417 mkr. og hækka um 36 mkr. milli ára. Langtímaskuldir og skuldbindingar í árslok voru því alls 1.706 mkr. Handbært fé samstæðunnar í árslok var 279 mkr. og hækkaði um  128 mkr. milli ára.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar samstæðunnar megi ekki vera hærri en sem nemur 150% af reglubundnum tekjum. Miðað við þessa reiknireglu laganna er útreiknuð skuldaregla sveitarfélagsins þann 31. desember 2016 71,96% og hefur lækkað stöðugt hin síðari ár frá því sem hún var hæst 2009 eða 198%.
Rekstur sveitarfélagsins var með svipuðum hætti og verið hefur hin síðari ár en þjónusta þó aukin á sumum sviðum sem hefur í för með sér aukinn rekstrarkostnað svo sem stofnun nýrrar deildar við leikskólann Bergheima um mitt síðasta ár. Áfram verður stefnt að því að því bæta og styrkja innviði sveitarfélagsins og gera það enn hæfara til þess að mæta nýjum áherslum og breytingum á þjónustu þess við íbúa.

Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss.