-11.6 C
Selfoss

Klappaðir þrisvar upp

Vinsælast

Fjölmenni var á sagnakvöldi hjá eftirhermunni Jóhannesi Kristjánssyni og orginalnum Guðna Ágústssyni á Hótel Selfoss föstudagskvöldið 28. apríl sl., um 200 manns og troðfullur salur. Guðni segir að svona sé þetta búið að vera í hvert skipti sem þeir troða upp en þeir eru m.a. búnir að vera í Salnum í Kópavogi, Landnámssetrinu í Borgarnesi, á Hvolsvelli og á Hótel Selfoss.

„Það var gaman að koma heim á Selfoss og fá þessar góðu móttökur. Sumir sögðu mér að þeir hefðu ekki hlegið svona mikið frá því þeir voru krakkar. Nú svo höfum við alls staðar verið klappaðir þrisvar upp. Jóhannes á það sannarlega skilið. Hann er listamaður og einstakur í sinni röð sem skemmtikraftur,“ segir Guðni.

Nýjar fréttir