0.6 C
Selfoss
Home Fréttir Sýningin Á því herrans ári opnuð í Húsinu á Eyrarbakka í dag

Sýningin Á því herrans ári opnuð í Húsinu á Eyrarbakka í dag

0
Sýningin Á því herrans ári opnuð í Húsinu á Eyrarbakka í dag
Helgi Ívarsson myntsafnari frá Hólum í Stokkseyrarhreppi.

Ný sýning opnar í dag í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Hún nefnist Á því herrans ári. Á sýningunni er varpað ljósi á myntsafn Helga Ívarssonar frá Hólum í Stokkseyrarhreppi (1929–2009) en hann var myntsafnari mikill og arfleiddi Héraðsskjalasafn Árnesinga að myntsafni sínu að sér gengnum. Er myntsafn Helga fágætt að gæðum. Til sýnis eru ýmsar myntir og ljósi varpað á söguna þegar myntin var slegin.

Á því herrans ári er samstarfsverkefni Héraðsskjalasafns Árnesinga og Byggðasafns Árnesinga. Sýningin opnar kl. 16 þann 1. maí og stendur til 28. maí. Opnunartími safnanna á Eyrarbakka er alla daga kl. 11–18.