-6 C
Selfoss

Hann hermdi svo vel eftir mér að menn rugluðust á okkur

Vinsælast

„Þetta prógram okkar Jóhannesar „Eftirherman og Orginalinn láta gamminn geysa,“ hefur fengið geysi góðar viðtökur. Við vorum með troðfullt í Salnum í Kópavogi og í Landnámssetrinu í Borgarnesi og það er mikið hlegið,“ segir Guðni Ágústsson og bætir við að sama sagan hafi verið víða úti á landi, þar hafi aðsóknin verið mjög góð.

Guðni segir að tilefnið sé fjörutíu ára leikafmæli Jóhannesar Kristjánssonar sem hefur glatt þjóðina sem skemmtikraftur í fjörutíu ár. „Hann er landskunnur fyrir eftirhermur og hefur til að bera þá óvenjulegu hæfileika sem eftirherma að hann holdgerfist og verður á sviðinu nánast eins og fórnarlömbin. Þetta er mjög skemmtilegt,“ segir Guðni. „Þó mér þyki árin sem ég var í póitíkinni skemmtileg þá er þetta öðruvísi. Nú segir maður sögur af skemmtilegu fólki og brandara. Svo á ég Jóhannesi mikið að þakka. Hann hermdi svo vel eftir mér að menn rugluðust á okkur hvor væri hvor og hann taldi fólki trú um að ég væri ekki eins leiðinlegur og ég leit út fyrir að vera. Hann getur hermt eftir öllu, fólki, fuglum og vélahljóðum eins og þurkunum á þotunni. Hann er að ég held einstakur og ég er alls ekki vissum að til sé annar svona skrítinn maður í heiminum,“ segir Guðni að lokum og hlær.

Þeir félagar verða prógramið á Hótes Selfoss föstudaginn 28. apríl nk. Húsið verður opnað kl. 20:00 en sýningin hefst kl. 20:30.

Nýjar fréttir