3.4 C
Selfoss

Ævintýrakistan sýnd á Sólheimum um helgina

Vinsælast

Leikfélag Sólheima hefur undanfarið sýnt nýtt íslenskt barnaleikrit sem nefnist Ævintýrakistan. Höfundur og leikstjóri er Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson. Tónlistina semur Þröstur Harðarson, kokkur á Sólheimum. Í Ævintýrakistunni eru sett saman þrjú þekkt Grimms ævintýri, Gullgæsin, Stígvélaði kötturinn og Brimarborgarhljómseitin. Rúmur helmingur íbúa og starfsmana Sólheima koma á einhvern hátt að sýningunni. Nú eru bara tvær sýningar eftir laugardaginn 29. apríl og lokasýning sem verður sunnudaginn 30. apríl. Sýningar eru í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum, byrja kl. 14.00 og taka um klukkutíma. Opið verður í kaffihúsinu Grænu könnunni og versluninni Völu á sýningardögum.

Nýjar fréttir