-1.1 C
Selfoss

Vegna tímabundinnar lokunnar gatnamóta Eyravegar og Kirkjuvegar

Vinsælast

Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs Árborgar.

„Vegna endurbóta á lagnakerfi í Kirkjuvegi á Selfossi, sem er komið til ára sinna og löngu tímabært að fara í endurnýjun á, reyndist nauðsynlegt að loka gatnamótum Eyravegar og Kirkjuvegar meðan á framkvæmdum stendur,“ segir Gunnar Egilsson, formaður bæjarráðs Árborgar, m.a. vegna athugasemda sem fram komu hjá fulltrúum rekstraraðila við Eyraveg vegna lokunar götunnar.

Í stuttum svarpistli í Dagskránni segir Gunnar enn fremur:

„Óskað er eftir samstarfi flutningsaðila, fyrirtækja og annara stærri ökutækja við að dreyfa umferð þeim tengdum sem frekast má á leið þeirra í gegnum bæinn. Má þar til dæmis nefna Langholt, Austurhóla og Suðurhóla, Engjaveg og Fossheiði.

Við gerum okkur grein fyrir því að álag á aðrar stofnæðar og hliðargötur, mun aukast meðan á framkvæmdum stendur og óskum við eftir að íbúar og aðrir ferðalangar leggi sig fram um að sína hver öðrum tillitssemi og hjálpi til við að dreyfa umferðaþunganum sem mest um aðrar götur bæjarins, halda umferðahraða innan marka og minnka með því slysahættu og ónæði sem af þessari auknu umferð getur stafað.

Saman gerum við bæinn okkar betri.“

Nýjar fréttir