-7 C
Selfoss

Samtal um sorg og áföll í Selfosskirkju í maí

Vinsælast

Í maí verður boðið upp á samtal um sorg og áföll í Selfosskirkju. Samtalið saman stendur af fjórum skiptum, byrjað er á stuttu erindi um sorg eða áföll og síðan er boðið upp á samtal. Samtalinu stýra þau Axel Árnason Njarðvík hérðasprestur og prestar Selfosskirkju Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir. Samtalið er ekki eingöngu ætlað sóknarbörn í Selfossprestakalli er það heldur öllum opið. Komið er saman á Baðstofuloftinu í Selfosskirkju eftirtalda daga: fimmtudagana 4., 11., 18. maí og þriðjudaginn 23. maí. Samtalið hefst kl. 17:30 og stendur yfir í klukkutíma. Skráning fer í gegnum netfangið axel.arnason@kirkjan.is eða hjá prestum Selfosskirkju gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is og ninnasif@gmail.com.

Nýjar fréttir