Bjarni Heiðar Joensen var útnefndur sumarlistamaður Myndlistarfélags Árnessýslu við opnun sýningar félagsins í Hótel Selfoss síðastliðinn fimmtudag.
Bjarni er fæddur árið 1935 og ólst upp á Eskifirði. Hann er af dönskum og færeyskum ættum og bjó um tíma í Danmörku. Bjarni bjó í Vestmannaeyjum fram til 1973 er gos hófst þar. Hann hefur síðan búið í Þorlákshöfn og sinnt list sinni eftir því sem tími hefur gefist til. Hann hefur sýnt verk sín víðsvegar um land og erlends. Bjarni hefur starfað með Myndlistarfélagi Árnessýslu til fjölda ára og tekið þátt í starfsemi og sýningum félagsins.