-5.8 C
Selfoss
Home Fréttir Ók á þrjár bifreiðar á Selfossi

Ók á þrjár bifreiðar á Selfossi

0
Ók á þrjár bifreiðar á Selfossi

Karlmaður var handtekinn skömmu eftir hádegi síðastliðinn miðvikudag eftir að hafa ekið á þrjár bifreiðar á Selfossi. Þegar til hans náðist skömmu síðar reyndist hann svo ölvaður að lögreglumenn urðu að bregða á það ráð að flytja hann í hjólastól inn í fangageymslu þar sem hann var vistaður til næsta dags en þá fyrst var hægt að yfirheyra hann. Maðurinn viðurkenndi að hafa ekið á bifreiðarnar þrjár en neitaði að hafa verið ölvaður þegar það gerðist. Vitni hafa gefið skýrslu og beðið er eftir niðurstöðu blóðrannsóknar.

Lögreglumenn á Höfn fengu ábendingu um svissneska konu sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar í síðustu viku. Hún var á húsbíl og uppi grunur um að hún væri með kött sem væri ólölega fluttur inn í landið. Svipast var um eftir húsbílnum sem fannst við Almannaskarð. Konan var ein á ferð með einn kött. Að beiðni héraðsdýralæknis var kötturinn tekinn og færður dýralækni sem sá um að aflífa dýrið og ráðstafa hræinu.

Erlendir ferðamenn á Toyota Yaris, bílaleigubíl, festu hann á Landvegi. Úrræði þeirra var að leita aðstoðar lögreglu. Aðspurðir sögðuðst þeir vera á leið yfir hálendið til Akureyrar. Ferðamennirnir voru ekki í hættu og því voru þeir tengdir við bílaleiguna sem mun hafa leyst úr þeirra vandræðum.

Þrjátíu og tveir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í liðinni viku og tveir fyrir ölvunarakstur.

Mynd: Lögreglan á Suðurlandi.
Mynd: Lögreglan á Suðurlandi.

Til fróðleiks fylgir hér súlurit sem sýnir fjölda tilvika þar sem ekið var á sauðfé í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi þrjú síðastliðinn ár. Nú er að koma sá tími að sauðfé er hleypt út og þá skapast sú hætta að féð sæki á vegina.

Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.