3.9 C
Selfoss

Björgvin Halldórsson með tónleika í Hvíta húsinu

Vinsælast

Bestu lög Björgvins verða í fyrsta sinn flutt í Hvíta húsinu Selfossi á morgun laugardagskvöldið 22. apríl. Þar mun Björgvin Halldórsson og hljómsveit hans rifja upp einstakan feril eins ástsælasta söngvara okkar í gegnum tíðina í tónum og tali, allt frá því að hann var kosinn poppstjarna íslands árið 1969 til dagsins í dag með viðkomu í lögum frá HLH, Brimkló, de Lónlí blú bojs, Hljómum, Sléttuúlfunum, Íslandslögum og víðar.

Húsið opnar kl. 21 og hefjast tónleikarnir kl. 22. Miðasala fer fram á midi.is og í Gallerí Ózone Selfossi.

Hljómsveitina skipa Þórir Úlfarsson hljómborð, Jóhann Hjörleifsson trommur, Jón Elvar Hafsteinsson gítar og Róbert Þórhallsson bassi.

Nýjar fréttir