Margrét Tryggvadóttir kynnir Íslandsbók barnanna í Bókakaffinu á Selfossi á Sumardaginn fyrsta, 20. apríl, kl. 14:30. Þá segir bóksalinn Elín Gunnlaugsdóttir frá nokkrum nýjum tónlistarævintýrum og sérstakur afsláttur verður á öllum barna- og unglingabókum í tilefni dagsins.
Íslandsbók barnanna sem er eftir Margréti og Lindu Ólafsdóttur er falleg og fræðandi bók um ´flest það sem einkennir eldfjallaeyjuna okkar. Bókin hlaut nýlega Fjöruverðlaunin og hefur fengið lofsamlega dóma.
Viðburðurinn er hluti af dagskrá Vors í Árborg. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.