-4.8 C
Selfoss

Fjölbreytt söngskrá á vortónleikum Karlakórs Selfoss

Vinsælast

Karlakór Selfoss hefur vortónleikaröð sína með hefðbundnum hætti á tónleikum í Selfosskirkju á sumardaginn fyrsta, þann 20. apríl næstkomandi. Hefjast þeir kl. 20:30.
Aðrir tónleikar kórsins eru þriðjudaginn 25. apríl, einnig í Selfosskirkju, þeir þriðju í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík fimmtudagskvöldið 27. apríl kl. 20:00 og lokatónleikar vorsins eru á Flúðum, laugardaginn 29. apríl kl. 20:30.

Kórinn flytur söngdagskrá sem er afrakstur skemmtilegs vetrarstarfs sem einkennst hefur af miklum metnaði kórmanna, sem nú telja um sjötíu manns.

Stjórnandi kórsins er Skarphéðinn Þór Hjartarson og undirleikur er í höndum Jóns Bjarnasonar. Þá leikur harmonikuleikarinn Jón Þorsteinn Reynisson með kórnum á þrennum síðustu tónleikunum.

Meðal sönglaga sem flutt verða á vortónleikunum eru verk eins og hið þekkta lag Sailing, sem Rod Stewart gerði vinsælt, hið ódauðlega O, Sole Mio, Mig langar heim, sem var sérstaklega samið fyrir kórinn, sem og klassísk sönglög úr fórum kórsins, svo sem Árnesþing, Öræfasýn, Úr útsæ rísa Íslandsfjöll og fleiri þekktar karlakóraperlur. Það er enginn svikinn af því að eyða kvöldstund með Karlakór Selfoss þetta vorið, fremur en hingað til.

Nýjar fréttir