-6 C
Selfoss

Afrekshópur GOS í æfingaferð á Spáni

Vinsælast

Afrekshópur unglinglinga í Golfklúbbi Selfoss í æfingaferð til Andalúsíu á Spáni.
Afrekshópur unglinglinga í Golfklúbbi Selfoss í æfingaferð til Andalúsíu á Spáni.

Dagana 24. mars til 1. apríl sl. fór afrekshópur unglinglinga í Golfklúbbi Selfoss í æfingaferð til Andalúsíu á Spáni. Hópurinn dvaldi ásamt fylgdarliði við frábærar aðstæður á Novo St. Petri golfsvæðinu og æfði og lék við bestu aðstæður undir öruggri handleiðslu Hlyns Geirs Hjartarsonar, golfkennara GOS. Dagurinn var þéttskipaður, stífar æfingar og spilamennska ásamt teygjuæfingum á ströndinni og sjóböðum. Nýráðinn landsliðsþjálfari golflandsliðsins, Jussi Pitkanen, dvaldi með hópnum í tvo daga, lék með krökkunum og setti upp æfingar. Þjálfarinn var yfir sig hrifinn af krökkunum og hrósaði þeim í hástert. Einnig æfði Valdís Þóra Jóndóttir, atvinnukylfingur með hópnum en hún undirbýr sig fyrir Evrópumótaröðina og dvaldi á sama hóteli og krakkarnir. Frábær æfingaferð sem styrkti sterkan hóp enn frekar og verður sannarlega spennandi að fylgjast með framistöðu þeirra í sumar.

Afrekshópur unglinglinga í Golfklúbbi Selfoss í æfingaferð til Andalúsíu á Spáni.
Afrekshópur unglinglinga í Golfklúbbi Selfoss í æfingaferð til Andalúsíu á Spáni.

Nýjar fréttir