3.9 C
Selfoss

Handverkssýning eldri borgara í Rangárvallasýslu í Hvoli

Vinsælast

Handverkssýning Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu verður í Hvoli Hvolsvelli í dag laugardaginn 29. apríl og á morgun sunnudaginn 30. apríl. Sýningin er lokapunktur í handverki vetrarins sem hefur verið m.a. keramikmálun, ýmsir munir samsettir úr gleri (tiffanis), postulínsmálun ásamt mörgu öðru. Handverk hefur verið unnið með leiðbeinendum bæði í menningarsal Oddasóknar á Hellu og Njálsbúð þar sem stundaður hefur verið útskurður.

Hringur kór eldri borgara sem er með öflugt starf og æfir vikulega allan veturinn mun taka nokkur lög á laugardeginum kl 14:00. Opið verður báða dagana kl. 13:00–16.00. Kaffiveitingar verða á staðnum á sanngjörnu veðri.

Nýjar fréttir