2.3 C
Selfoss

Fjallahjólakeppnin Rangárþing Ultra verður 29. júlí

Vinsælast

Um árabil hefur götuhjólakeppnin Tour de Hvolsvöllur farið fram í júní en í ár verður sú keppni ekki haldin. Árið 2017 verður sú nýbreytni að Rangárþing eystra og Rangárþing ytra hafa ákveðið að taka höndum saman um nýja keppni sem ber heitið Rangárþing Ultra og fer sú keppni fram 29. júlí nk. Það er ekki bara nafnabreytingin sem er nýbreytni heldur er keppnin núna fjallahjólakeppni þar sem hjólað er milli sveitarfélaga og aldrei komið inn á þjóðveg 1. Hjólaleiðin er ekki af verri endanum og útsýnið stórkostlegt.

Hugmyndin með hjólakeppni sem þessari í heimabyggð er að hún sé hvati fyrir heimamenn og Sunnlendinga alla til þess að hjóla og auðvitað taka þátt í keppninni, setja sér strax markmið nú á vormánuðum, byrja að æfa og koma svo í mark þann 29. júlí. Boðið verður uppá þrjár mismunandi leiðir svo sem flestir geti tekið þátt. Ný heimasíða (www.rangarthingultra.is) fyrir keppnina fer fljótlega í loftið en þar verður hægt að finna allar nauðsynlegar upplýsingar. Fylgist með og takið keppnisdaginn frá!

Nýjar fréttir