5 C
Selfoss
Home Fréttir Ný fiskþurrkunarverksmiðja Lýsis verður reyst í Þorlákshöfn

Ný fiskþurrkunarverksmiðja Lýsis verður reyst í Þorlákshöfn

0
Ný fiskþurrkunarverksmiðja Lýsis verður reyst í Þorlákshöfn

Nú liggur fyrir ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag fiskþurrkunarstarfsemi Lýsis í Þorlákshöfn. Stjórn félagsins hefur tekið ákvörðun um uppbyggingu nýrrar verksmiðju á skipulögðu iðnaðarsvæði vestan Þorlákshafnar. Skvæmt samningi milli sveitarfélagsins og Lýsis sem undirritaður var 26. október sl. mun starfsemi á núverandi stað lögð niður eigi síðar en fyrir lok júní 2018. Bæjarstjórn Ölfuss fagnaði þessari ákvörðun Lýsis á fundi sínum 30. mars sl. Í fundargerð segir að án efa verði þessi ákvörðun fyrirtækinu og samfélaginu til góða.