3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Könnun um mögulegar sameiningar allra sveitarfélaga í Árnessýslu

Könnun um mögulegar sameiningar allra sveitarfélaga í Árnessýslu

0
Könnun um mögulegar sameiningar allra sveitarfélaga í Árnessýslu

Forsvarsmenn svietarfélaganna í Árnessýslu hafa sent frá sér bréf er tengist mögulegum sameiningum sveitarfélaganna. Í bréfinu segir:

Nú stendur yfir könnun á kostum og göllum mögulegrar sameiningar allra sveitarfélaganna í Árnessýslu. Það er gert með sviðsmyndavinnu þar sem leitast er við að horfa til framtíðar og rýna hvernig samfélag íbúa og atvinnulífs í Árnessýslu geti þróast í framtíðinni og ekki síður með tilliti til þeirra skyldna og krafna sem gerðar verða til sveitarfélaga.

Í þessu vinnuferli er mikið lagt upp úr samtali við íbúa til að greina helstu drifkrafta í starfsumhverfi sveitarfélaganna og móta í kjölfarið ólíkar (yfirleitt 3-4) sviðsmyndir um hugsanlega þróun, bæði með og án sameiningar. Sjónarmið íbúa sveitarfélaganna skipta miklu máli við gerð þessarar greiningar og því eru íbúar hvattir til þess að taka þátt í skoðanakönnun um málefnið (tekur 7-10 mínútur).

Könnunin er nafnlaus og er ekki hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda.
Smellið hér til þess að taka þátt í könnuninni:
http://arnessysla-ibuar.questionpro.com/

Sveitarstjórnir sveitarfélaganna átta hvetja alla íbúa til þess að taka virkan þátt í þessu verkefni með því að svara þessari könnun.

Á næstu misserum verður boðað til íbúafunda þar sem farið verður nánar út í þá þætti sem skipta íbúa mestu máli til framtíðar. Nánar auglýst síðar.

Könnunin er opin til 11. apríl 2017.

Með von um góða þátttöku,
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar
Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps
Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps
Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps
Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar