3.9 C
Selfoss

Leynibúðin opnar í Kastalanum á Selfossi

Vinsælast

Á morgun laugardaginn 1. apríl ætlar Leynibúðin að opna leyniútibú á Selfossi í versluninni Kastalanum að Eyravegi 5. Leynibúðin hefur verið til húsa á Laugavegi 55 undanfarin 6 ár. Leynibúðina eiga og reka fatahönnuðurnir Hulda Dröfn Atladóttir og Linda Ósk Guðmundsdóttir.

„Við framleiðum sjálfar alla okkar hönnun ásamt því að flytja inn fylgihluti og gjafavöru í stíl við okkar hönnun. Við verðum með vinnuaðstöðu í Kastalanum þannig að okkar dót kemur sjóðheitt fram í búð Mariu Marko eiganda Kastalans og Sunnlendingar fá það allra ferskasta undan saumnálinni,“ segja Hulda og Linda.

„Þar sem Hulda er Selfyssingur í húð og hár og ný flutt aftur í heimaganana þá fannst okkur tilvalið að opna útibú Leynibúðarinnar í Kastalanum við Eyraveg 5.“

Leynibúðin er litrík og skemmtileg búð með vörur fyrir ungt fólk á öllum aldri. Þar er íslensk hönnun saumuð á staðnum í steam punk, street og pop stíl ásamt annarri gjafavöru og sker sig þannig frá öllum öðrum búðum á íslandi.

Formleg opnun verður laugardaginn 1. apríl með opnunartilboðum og léttum veitingum fyrir gesti og gangandi. Þeir sem eru að leita að fermingagjöfum ættu endilega að leggja leið sína í búðina og nýta sér opnunartilboð – þar er með margt sem hentar fermingaraldrinum eins t.d. og feðgaslaufurnar sívinsælu, hálsmen, eyrnalokkar, hringir, lampar o.fl.

Hægt er að skoða vörur Leynibúðarinnar á Facebook Leynibúðin Laugavegi.

Nýjar fréttir