3.9 C
Selfoss

Ný blikksmiðja opnar á Selfossi

Vinsælast

Fyrirtækið BLIKKmenn ehf. mun hefja starfsemi að Eyravegi 55 á Selfossi þann 1. apríl nk. Fyrir­tæk­ið er til húsa þar sem Tré­smiðja Agnars Pétursson­ar var áður. Eig­endur BLIKKmanna eru þeir Þórmund­ur Sig­urðsson fram­­kvæmdastjóri, Ing­þór Jóhann Guð­mundsson blikk­smíða­meist­ari og Birgir Örn Arnar­son blikk­smíða­meistari, en sam­anlagt hafa þeir yfir 40 ára starfs­reynslu í faginu. Starfs­menn blikksmiðj­unnar verða eigend­ur ásamt Huldu Ósk Whalen Gunnars­dótt­ur, bókara.

BLIKK­menn munu bjóða upp á almenna blikk­smíði og loft­ræsti­kerfi. Tækjabúnaður er Göten­eds beygjuvél og plötu­sax ásamt öðr­um nýjum tækja­búnaði.

Formleg opnun blikksmiðj­unn­ar BLIKK­manna verður laug­­ardaginn 1. apríl nk. kl. 10 og eru allir velunnarar og verð­andi viðskiptamenn velkomnir.

Nýjar fréttir