0.6 C
Selfoss

Dímon fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Vinsælast

Íþróttafélagið Dímon á Hvolsvelli fékk viðurkenningu frá ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Hvolsvelli 26. febrúar síðastliðinn. Alls hlutu sex af sjö deildum félagsins viðurkenninguna að þessu sinni og stefnt er að viðurkenningu fyrir þá sjöundu fljótlega. Viðurkenningarnar gilda næstu fjögur árin en eftir það þurfa eildirnar sex sækja um endurnýjun til ÍSÍ.

Jón Finnbogason úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og jafnframt í stjórn Þróunar- og fræðslusviðs afhenti forystumönnum deildanna viðurkenningarnar auk fána fyrirmyndarfélaga á aðalfundinum. Íþróttafélagið Dímon er fimmta félagið innan HSK sem fær þessa viðurkenningu.

Nýjar fréttir