-4.8 C
Selfoss

Deiliskipulagstillaga Hvammsvirkjunar kynnt íbúum og hagsmunaaðilum

Vinsælast

Opið hús verður í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fimmtudaginn 30. mars næstkomandi kl. 16–20 þar sem deiliskipulagstillaga Hvamms­virkjunar í Þjórsá verð­ur kynnt. Full­trúar frá Lands­virkjun og skipulagsráðgjafar verða á staðn­um til að svara fyrir­spurnum.

Áður en sveitarstjórnir Rangár­þings ytra og Skeiða- og Gnúp­verjahrepps taka tillöguna til afgreiðslu er hún kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Fram­kvæmdasvæði Hvamm­svirkjun­ar er í báðum sveitarfélögunum. Stöðvarmannvirki verða í landi Hvamms í Rangárþingi ytra, en stíflumannvirki og lón munu taka yfir land í ofanverðri Landsveit og í Skeiða- og Gnúp­verjahreppi.

Tillöguna er hægt að nálg­ast rafrænt á heimasíðu Rang­ár­þings ytra og á heima­síðu skipu­lagsfulltrúa Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps.

Tillagan er aðgengileg hér, hér og hér.

Nýjar fréttir