3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Ragnheiður íþróttamaður ársins hjá Umf. Hrunamanna

Ragnheiður íþróttamaður ársins hjá Umf. Hrunamanna

0
Ragnheiður íþróttamaður ársins hjá Umf. Hrunamanna
Ragnheiður Guðjónsdóttir íþróttamaður Umf. Hrunamanna 2016.

 

Ragnheiður Guðjónsdóttir íþróttamaður Umf. Hrunamanna 2016.
Ragnheiður Guðjónsdóttir íþróttamaður Umf. Hrunamanna 2016.

Ragnheiður Guðjónsdóttir, 16 ára frjálsíþróttakona, var útnenfd íþróttamaður ársins hjá Ungmennafélagi Hrunamanna fyrir árið 2016 á aðalfundi félagsins sem haldinn var sl. mánudag. Deildir félagsins skiluðu inn tilnefningum og var það samróma álit aðalstjórnar að Ragnheiður væri best að titlinum komin miðað við afrek hennar fyrir árið 2016.

Í umsögn um Ragnheiði segir að hún sé virkilega efnileg íþróttakona í stöðugri framför. Hún hafir sýnt mjög góðan árangur í mörgum greinum frjálsra íþrótta en hennar sterkustu greinar eru kastgreinarnar kúluvarp og kringlukast. Þar er hún í fremstu röð unglinga á Íslandi og stendur efst í báðum þessum greinum ef miðað er við besta árangur stúlkna í hennar aldursflokki. Ragnheiður er einnig efnilegur sleggjukastari og náði þriðja besta árangri 15 ára stúlkna í þeirri grein. Ragnheiður varð þrefaldur Íslandsmeistari á árinu, vann bæði kúluvarp innanhúss og kringlukast utanhúss, auk þess að vera í sigursveit HSK í boðhlaupi. Á Íslandsmeistaramótinu utan húss vann hún einnig silfurverðlaun í kúluvarpi og bronsverðlaun í sleggjukasti. Ragnheiður var valin í Bikarlið HSK 15 ára og yngri, bæði utanhúss og innanhúss og lagði þar sitt af mörkum til glæsilegs árangurs HSK, þriðja sæti innanhúss og Bikarmeistartitils utanhúss.

Á Unglingalandsmóinu gerði hún það heldur ekki endasleppt, vann tvo unglingalandsmótstitla, fyrir kúluvarp og kringlukast. Ragnheiður setti nýtt HSK-met í kringlukasti í sínum aldursflokki með kasti upp á 37,80 m.

Jafnframt var Ragnheiður valin í Úrvalshóp FRÍ þar sem hún náði lágmarki bæði í kringlukasti og kúluvarpi árið 2016 og hefur tryggt sér sæti þar í ár.