3.9 C
Selfoss

Verkfærum stolið úr bústað við Laugarvatn

Vinsælast

Tilkynnt var um innbrot í sumarbústað við Laugarvatn og þjófnað á verkfærum. Farið var um nágrenni þess bústaðar til að athuga hvort brotist hafi verið inn í fleiri hús. Í ljós kom að farið hafði verið inn í einn bústað til viðbótar. Talið er að innbrotin hafi átt sér stað á tímabilinu frá 16. til 21. mars.

Aðfaranótt miðvikudags var brotist inn í gám á Þingvöllum og úr honum stolið nokkuð af ýmsum verkfærum. Gámurinn er í eigu Ræktunarsambands Flóa og Skeiða sem er að bora eftir vatni á svæðinu.

Tilkynning barst lögreglu í Vík um fé í lausagöngu á og við þjóðveg 1 í Mýrdal. Leyst var úr málinu. Þegar vorið er í nánd verða ökumenn að hafa fulla aðgát vegna lausagöngu búfjár.

Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Nýjar fréttir