Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út rúmlega fjögur í gær vegna ferðamanns sem hafði fallið við göngu við fossinn Gljúfrabúa við hlið Seljalandsfoss.
Talið var að viðkomandi væri ökklabrotinn og þurfti sérþjálfaða björgunarmenn með fjallabjörgunarbúnað til að koma manninum til aðstoðar.
Tólf björgunarmenn fóru á staðinn ásamt lögreglu og sjúkraliði og gekk vel að koma manninum niður á jafnsléttu og var hann kominn í sjúkrabíl á sjötta tímanum.