-7.2 C
Selfoss

Þrettán krakkar í Kirkjubæjarskóla syntu rúma 119 kílómetra

Vinsælast

Nemendur 8.–10. bekkjar í Kirkjubæjarskóla á Síðu stóðu fyrir áheitasundi um síð­ustu helgi. Krakkarnir syntu í sólar­hring frá kl. 15:00 á föstu­degi til 15:00 á laugardegi. Til­efnið var að safna áheitum fyrir Félagsmiðstöðina Klaustr­ið.

Þrett­án krakkar syntu sam­tals rúma 119 km og 17 gestir lögðu þeim lið með því að synda með þeim um 24 km. Áheitasundið er orðið að árleg­um viðburði í Kirkju­bæjarskóla og bættu þau sig frá því í fyrra með því að synda um 6 km lengra í heildina.

Nýjar fréttir