Nemendur 8.–10. bekkjar í Kirkjubæjarskóla á Síðu stóðu fyrir áheitasundi um síðustu helgi. Krakkarnir syntu í sólarhring frá kl. 15:00 á föstudegi til 15:00 á laugardegi. Tilefnið var að safna áheitum fyrir Félagsmiðstöðina Klaustrið.
Þrettán krakkar syntu samtals rúma 119 km og 17 gestir lögðu þeim lið með því að synda með þeim um 24 km. Áheitasundið er orðið að árlegum viðburði í Kirkjubæjarskóla og bættu þau sig frá því í fyrra með því að synda um 6 km lengra í heildina.