-6.1 C
Selfoss

Málþingið „Njála lifir enn“ haldið í Sögusetrinu á Hvolsvelli

Vinsælast

Sunnudaginn 26. mars nk. verður haldið málþing í Sögusetrinu á Hvolsvelli í tilefni af 20 ára starfsafmæli Sögusetursins. Á málþinginu verða erindi um fortíð, nútíð og framtíð setursins ásamt áhugaverðum tengingum við ferðaþjónustuna í héraði, umfjöllun um Njálurefilinn og skemmtilegur pistli Guðna Ágústssonar um Hallgerði Langbrók.

Málþingið hefst klukkan 13:45 með tónlistaratriði frá nemendum Tónlistarskóla Rangæinga. Síðan mun Sæmundur Holgersson fyrrverandi sveitarstjórnarmaður fjalla um upphafið en hann var frumkvöðull að stofnun setursins. Sigurður Hróarsson, framkvæmdastjóri Sögusetursins, fjallar um starfsemina í dag og framtíðina. Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir fjallar um Njálurefilinn undir yfirskriftinni: Upphafið og hvað eigum við að gera við þetta listaverk? Ásbjörn Björgvinsson, kynningarfulltrúi Lava – Eldfjallasetursins ræðir spurninguna: Geta Eldfjallasetur og Sögusetur unnið saman og Björg Árnadóttir fjallar um samlegðaráhrif Midgard Hostel og Söguseturs. Svífum seglum þöndum er yfirskrift erindis Friðriks Pálssonar, hótelstjóri Hótels Rangá. Guðni Ágústsson, fv. Landbúnaðarráðherra fjallar um Hallgerði, sína konu. Loks er samantekt sem Kristín Þórðardóttir, sveitarstjórnarmaður og Lárus Bragason, sagnfræðingur, flytja. Að lokum er svo almennt spjall yfir kaffiveitingum. Ráðstefnuslit eru áætluð kl. 16:30. Allir eru hjartanlega velkomnir.

 

Nýjar fréttir