3.4 C
Selfoss

Vel heppnuð heimsókn á Heilsustofnun í Hveragerði

Vinsælast

Heilsustofnun í Hveragerði og Háskólinn í Vermont í Bandaríkjunum hófu samstarf fyrir þremur ár­um og nú, annað árið í röð, komu tíu nemar í sjúkraþjálfun og íþróttafræðum í heimsókn ásamt tveimur prófessorum, Karen Westervelt og Susan Kasser. Þau dvöldu í eina viku og fengu fræðslu og kennslu um þær með­ferðir sem nýttar eru við endurhæfingu á Heilsustofnun, tóku þátt í ýms­um hóptímum og fylgdust með dvalargestum í mismun­andi með­ferðum. Einnig héldu þau skemmtilegt erindi fyrir starfs­fólk og dvalargesti um Vermont­fylki í Bandaríkjun­um. Auk þess ferðuðust þau um suð­vest­ur­horn landsins, fóru í fjall­göngu, Gullna hringinn og heim­sóttu rannsóknasetur og lækn­ingalind Bláa lónsins.
Heimsóknin heppnaðist vel og er mikill áhugi fyrir áfram­hald­andi samstarfi við Heilsustofnun á komandi árum.

Nýjar fréttir