3.9 C
Selfoss

Rafbíll í þjónustu Sveitarfélagsins Ölfuss

Vinsælast

Sveitarfélagið Ölfus festi fyrir skömmu kaup á sínum fyrsta rafbíl, bifreið af gerðinni Kia Soul, sem notuð verður við heimaþjónustu fyrir aldraða í sveitarfélaginu. Drægni bifreiðarinnar á fullri hleðslu er tæplega 200 km. Er þetta hluti af umhverfisstefnu sveitarfélagins þ.e. að nýta umhverfisvænni kosti eins og mögulegt er í rekstri sínum. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að ekki sé vafi á því að þessi nýja bifreið mun nýtast vel í framtíðinni í þjónustu við elstu íbúa sveitarfélagsins og að það fari vel á því að fyrsta skrefið í rafbílvæðingu þess sé nýtt í þeirra þágu.

Nýjar fréttir