-4.8 C
Selfoss

Hrafnhildur Hanna með slitið krossband

Vinsælast

Handknattleikskonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem leikur með meistaraflokki Selfoss í Olísdeildinni sleit krossband í æfingaleik með íslenska landsliðinu gegn Hollandi í síðustu viku. Þetta þýðir að hún verður frá keppni næstu 9–12 mánuði. Hrafnhildur Hanna hefur verið algjör burðarás í liði Selfoss síðustu þrjú keppnistímabil og því bagalegt fyrir liðið að missa hana nú þegar framundan eru umspilsleikir hjá liði Selfoss um að halda sæti sínu í Olísdeildinni.

Í viðtali á mbl.is kemur fram að er­lend fé­lög hafi sýnt Hönnu áhuga enda haf­i hún farið á kost­um hér heima. Hún sé lang­marka­hæst í Olís-deild­inni í vet­ur með 174 mörk, 34 mörk­um fleiri en næsti leikmaður, og hafi orðið marka­drottn­ing deild­ar­inn­ar síðustu tvö ár auk þess að vera kjör­in besti sókn­ar­maður­inn. Nú þurfi hún vænt­an­lega að bíða með at­vinnu­mennsk­una:

„Það var svona hug­mynd­in [að fara út í sum­ar] og ég var far­in að skoða það, en ætli það verði nokkuð af því á þessu ári? Það verður bara að bíða betri tíma, von­andi. Það var ekk­ert ákveðið í þeim efn­um og núna verður maður bara að sjá til hvað ger­ist í framtíðinni,“ sagði Hanna í viðtali á mbl.is. (Viðtalið má lesa hér)

Ljóst er að nú reynir meira á aðra liðsmenn Selfoss þegar aðal markaskorari liðsins er frá keppni.

Nýjar fréttir