-8.2 C
Selfoss

Hitanemi bilaði í brennslugámi hjá SS

Vinsælast

Skömmu eftir hádegi í dag barst svartur reykur frá brennslugámi sem staðsettur er við SS á Selfossi. Að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu, varð reykurinn til vegna bilunar í hitanema. Fljótlega gekk að slökkva eldinn.

Brennslugámurinn hefur verið í notkun hjá sláturhúsi SS á Selfossi frá því í haust. Þar eru brenndir svokallaðir áhættuvefir en það er ýmis lífrænn sláturúrgangur. Öllum reglum hefur verið fygt í samræmi við reglur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Nýjar fréttir