-7 C
Selfoss

Vinir í bata bjóða til Batamessu í Selfosskirkju

Vinsælast

Vinir í bata á Selfossi bjóða til Batamessu í Selfosskirkju á morgun sunnudaginn 19. mars kl.17:00. Þar munu Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving leiða söng og Guðbjörg Arnardóttir þjóna fyrir altari. Fólk fær að heyra vitnisburð og kirkjugestum verður boðið að taka þátt í trúariðkun.

Boðið verður upp á veitingar og kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu. Þar gefst tækifæri til að spjalla og eiga samfélag. Á Selfossi er stór hópur fólks búinn að fara í gegnum 12 sporin andlegt ferðalag. Alltaf er gaman að hittast og deila því sem á dagana hefur drifið og rifja upp gömul og góð kynni. Allir eru velkomnir.

Nýjar fréttir