-6 C
Selfoss
Home Fréttir Unnur með sýningu á alþjóðadegi Downs-heilkennis 21. mars

Unnur með sýningu á alþjóðadegi Downs-heilkennis 21. mars

0
Unnur með sýningu á alþjóðadegi Downs-heilkennis 21. mars
Unnur Þórsdóttir með eina af myndum sínu.

Með alþjóðadegi Downs-heilkennis (World Down Syndrome Day) er ætlunin að vekja athygli á einstaklingum sem fæðast með heilkennið og stuðla að aukinni þátttöku þeirra í samfélaginu okkar um allan heim.

Þetta er í tólfta sinn sem þessi dagur er haldinn en upphaflega var efnt til hans að frumkvæði evrópsku og Alþjóðlegu samtakanna (Down Syndrome International). Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að þessi dagur yrði Alþjóðadagur Downs-heilkennis til að auka alþjóðlega vitund og minnka aðgreiningu.

Dagsetningin er táknræn því Downs-heilkenni orsakast af aukalitningi, þá eru þrjú eintök af litningi númer 21 í stað tveggja eða 21.03. Heilkennið hefur fylgt mannkyninu frá upphafi.

Sýning á krosssaumsmyndum Unnar Þórsdóttur
Í tilefni af alþjóðadegi Downs-heilkennis, þann 21. mars nk. kl. 17-21 verður opnuð sýning á krosssaukmsmyndur Unnar Þórsdóttur í Golfskálanum á Efra Seli í Hrunamannahreppi. Sýningin verður opin fram í apríl á opnunartíma Kaffi Sels. Boðið verður uppá kaffi, gos og súkkulaði fyrir sýningargesti en einnig verður hægt að kaupa Kaffi Sels pizzur á staðnum meðan á sýningunni stendur.

Unnur er 25 ára gömul með Downs-heilkenni og ódæmigerða einhverfu. Þegar Unnur kom í heiminn fyrir 25 árum fæddust 6–7 börn með heilkennið á ári hér á landi. Í dag fæðast ekki nema 1–2 börn á ári vegna skipulagðrar skimunnar eftir heilkenninu í móðurkviði. Í kjölfar aukningar á fósturskimunum hefur einstaklingum með Downs heilkenni fækkað mjög á Íslandi.

Sú hefð hefur skapast í gegnum árin að fólk klæðist mislitum sokkum í tilefni Downs dagsins. Með því sínum við á glaðlegan hátt að fjölbreytt flóra mannlífsins gefur lífinu lit. Klæðumst því mislitum sokkum 21. mars og kíkjum á sýninguna hennar Unnar.